Fara í efni

FOOD & FUN

VOX Brasserie kynnir með stolti gestakokkinn Laetitia Bret, sem heiðrar okkur með nærveru sinni og hæfileikum yfir Food & Fun hátíðina, dagana 4. - 8. mars.


Laetitia Bret er fædd og uppalin í París, borg ástarinnar og hjarta franskrar matarmenningar.

Laetitia er sannkallaður „parísarkokkur“ og hefur lifað og starfað í París alla sína ævi. Árið 2005 útskrifaðist hún úr hinum fræga og margrómaða veitingaskóla Ferrandi og hóf feril sinn sem í franskri matargerð á Michelin stöðum eins og Le Ritz og Le Carré des Feuillants.

Aðeins 29 ára gömul tók hún stöðu yfirmatreiðslumanns á frægum bistróstað París, Le Bistral. Þar myndaði hún sér nýja stefnu með áherslu á meiri nánd við gestina og meira frelsi í sköpun rétta og seðla.

Árið 2014 opnaði hún sinn fyrsta veitingastað, Esquisse, í Montmartre hverfi Parísar með manninum sínum, Thomas Meunier, sérfræðingi í náttúrulegum vínum.

Matarstíll hennar einkennist af klassískum og hefðbundnum bistró stíl en þó með nútímalegu ívafi þar sem matargestum er komið á óvart. Hún vinnur með ferskustu afurðir hverrar árstíðar, sækir hráefnin í nærsveitir og leggur áherslu á að matarsóun sé í lágmarki.

Hjónin opnuðu nýjan stað árið 2019, Sanguine, sem fylgir sömu straumum og þeirra fyrri staður.

Það er sannkallaður heiður að fá Laetitiu til okkar á Food & Fun og hlökkum við til að deila hæfileikum hennar og brögðum með gestum okkar.

Food & Fun verður haldin dagana 4. – 8. mars og er þetta sautjánda árið í röð sem VOX tekur þátt í þessari frábæru hátíð.

Við ráðleggjum gestum okkar að bóka borð í tæka tíð í síma 444-5050 eða með því að smella hér fyrir neðan.

Allir þeir sem koma í Food & Fun seðil á VOX Brasserie fá gefins vikuaðgang í Hilton Reykjavík Spa í tilefni hátíðarinnar.

Smelltu til að bóka borð 

 


 


Food & Fun seðill VOX

Grafin hörpuskel, grænt jurtakrem, pikklað þang, Vierge sósa, rúg krisp og lakkrísjurtir
~
Eggja-maísbrauð, karamelaður laukur, Tindur-ostafroða, súrur og salatfífill
~
Bleikja, rauðrófuseyði, reyktar gular og rauðar beður, hráar randabeður, sítrus sulta
~
Grísa krókettur, svertur hvítlaukur, pikklað grænmeti, kartöflumauk og hvönn
~
   Tarte á la Créme, hvítt súkkulaði og ólífuoliu ganache, kandís engifer, hrásykursýróp og birki ís   

8.900 kr.

 


Food & Fun VEGAN seðill

Salt-urt, grænt jurtakrem, pikklað þang, Vierge sósa, rúg krisp og lakkrísjurtir
~
Vegan brauð, karmelaður laukur, súrur og salatfífill
~
  Rauðrófur á fjóra vegu: rauðrófuseyði, reyktar gular og rauðar beður, hráar randabeður, sítrus sulta  
~
Pomme Pont Neuf, svertur hvítlaukur, pikklað grænmeti, kartöflumauk og hvönn
~
Ávaxta salat, ólífu dressing & krapís

8.900 kr.

 

Þetta árið bjóðum við ekki hefðbundna vínpörun heldur fá gestir að smakka
og velja vín sem þeir kjósa að hafa með aðalrétti (wine flight)

Vínpakki er seldur sér: 8.900 kr.

Við ráðleggjum gestum okkar að bóka borð í tæka tíð
í síma 444-5050 eða með því að smella hér fyrir neðan.

Smelltu til að bóka borð

Vinsamlegast athugið að á meðan Food & Fun hátíðinni stendur bjóðum við eingöngu fjögurra rétta Food & Fun seðil eftir kl. 18 í veitingasal VOX. Hægt er að panta mat af VOX Classic seðli til að njóta á bar svæði VOX.