Fara í efni

Food & Fun 2019

VOX Brasserie kynna með stolti gestakokkinn Ryan Rodgers fyrir Food & Fun 2019.

Ryan Rodgers kemur frá litlum smábæ í Ontario fylki í Kanada þar sem hann tók fyrstu skrefin að matreiðsluframa sínum. Þar kynntist hann öllum mögulegum hliðum matargerðar, allt frá því að rækta grænmeti, fóðra dýr, fá skilning á náttúrunni og að lokum uppskera, slátra og elda úr þeim afurðum sem hann hafði ræktað.

Food and Fun at VOX

Hann lærði í einum virtasta matreiðsluskóla Kanada, The Stratford Chef School áður en hann fluttist svo til London. Ryan vann í stuttan tíma með Nuno Mendes á veitingastaðnum Viajante en réð sig svo fljótlega á veitingastaðinn Mielcke & Hurtigkarl í Danmörku þar sem hann starfar enn.

Hjá Mielcke & Hurtigkarl fær Ryan tækifæri til að þróast í starfi og til að prófa sig áfram í þeim matreiðsluaðferðum sem hann hefur mestan áhuga á; reyktum mat, fersku hráefni og finna spennandi not fyrir gamla hluti.

Mikill áhugi og metnaður Ryans er það sem drífur hann áfram í starfi og hugmyndarflugi í eldhúsi Mielcke & Hurtigkarl.

Við hjá VOX hlökkum mikið til að fá þennan unga og metnaðarfulla kokk til okkar á Food & Fun 2019 og verður gaman að leyfa gestum okkar að njóta hæfileika hans.

Food & Fun verður dagana 27. febrúar til 3. mars og hægt er að bóka borð kl. 18 og 21.
Hefðbundinn matseðill VOX verður ekki í boði en hægt er að panta hamborgara, samlokur og aðra klassíska rétti á VOX Bar.

Smelltu hér til þess að skoða Food & Fun matseðil VOX

Verð á Food & Fun seðli: 8.900 kr.
Verð með vínpörun: 17.800 kr.

Bókaðu borð hið fyrsta hér eða í síma 444 5050.
Síðasta ár komust færri að en vildu.