Jólin á VOX og Hilton
Verið velkomin á VOX Brasserie á aðventunni. Hvort sem tilefnið er huggulegur brunch með fjölskyldunni, hátíðleg skemmtun með vinnufélögunum eða ljúft jólahádegisdeit þá hentar VOX við öll tilefni, stór eða smá.
Jólaseðill | Jólahádegi | Jólabröns | Home
Jólaseðill VOX
Við kynnum til leiks fjögurra rétta jólakvöldverðarseðil VOX Brasserie sem verður í boði alla daga frá 16. nóvemer og fram að jólum.
Humarsúpa, dádýrafillet og kirsuberjagljáð súkkulaðimús er fullkomin samsetning og má finna bragð af sönnum hátíðarjólunum.
Jólaseðill 2022
Forréttur
Humarsúpa með leturhumar, fennel,
engifer kremi og dill olíu.
Lystauki
Brúnsmjörs Brioche, grafin gæsabringa, karamellíserað laukkrem, sólber.
Aðalréttur
Dádýrafillet, sýrt rauðkál, seljurótarmauk og portvínsgljái.
Borið fram með
Bökuðum kartöflum með reyktri bechamél sósuog rósakáli með stökku baconi.
Eftirréttur
Kirsuberjagljáð súkkulaðimús, heslihnetu tuille og tonkabauna ís.
Verð: 12.900. -
Jólabröns
Jólabröns á Hilton hefur heldur betur fest sig í sessi sem hluti af undirbúningi jólanna hjá fjölmörgum, jafnt fjölskyldum, fyrirtækjum sem vinahópum. Jólabröns hefst 19. nóvember og er í boði allar helgar eða til 1 Janúar 2023.
Verð:
Fullorðnir 7.900 kr.
Börn 5 ára til og með 11 ára 5.900 kr.
Börn 4 ára og yngri gjaldfrjálst með fullorðnum
Við mælum með að bóka jólabrönsinn í tíma því oft komast færri að en vilja.
Hægt er að bóka borð hjá okkur 11:30, 12:00, 13:30 & 14:00
Hádegis jólahlaðborð
Frá 21. nóvember setjum við hið sívinsæla hádegisverðarhlaðborð VOX í jólabúning.
Núna er rétti tíminn til að bóka hópinn þinn í notalega upphitun fyrir jólahátíðina.
Verð:
Fullorðnir 6.900,-
Börn 5 ára til og með 11 ára 4.900,-
Börn 4 ára og yngri gjaldfrjálst með fullorðnum
Jólaboð í Home
Home er glæsilegur salur þar sem áhersla er lögð á heimilislegt og notalegt umhverfi.
Um er að ræða 3 stofur frá 12 manna upp í 22 manna.
Hægt er að taka staka stofu eða allar, og er hægt að opna á milli þeirra að hluta.
Maturinn er borinn fram á þann hátt að allt er bakkað upp á föt sem komið er fyrir á miðju borðinu –
og skammta gestir sér síðan sjálfir.
Fyrst eru bornir fram blandaðir klassískir forréttir.
Þegar gestir hafa lokið við þá, er hreinsað frá og komið inn með aðalréttina.
Heitir og kaldir réttir – og eins og áður er haldið í hefðirnar og unnið með vinsæla jólarétti.
Eftirréttir eru að lokum bornir fram ásamt kaffi, og er það val gesta hvort þeir neyta þeirra frammi í
setustofunni eða í sinni einkastofu
Verð á mann er 18.900 krónur
Innifalið í verði er: Ofangreindur kvöldverður, öll almenn þjónusta og salarleiga.
Lágmarksfjöldi er 12 manns – hámarksfjöldi er 50 manns.
Fjölbreyttar jólastundir á VOX
Viltu halda jólaboð, hafa jólalegan fund, ertu í partýstuði eða ertu að leita að gæðastund?
Þú færð nánari upplýsingar í síma 444-5058 eða með tölvupósti á netfangið á vox@vox.is