Fara í efni

Vegna Covid-19

Viðbrögð VOX við kórónaveiru, Covid-19

Desember 2020

Nú sem áður er öryggi gesta og starfsmanna okkar ávallt í forgangi. Við erum að gera allt það sem í okkar valdi stendur til að tryggja það í þessum fordæmalausum aðstæðum í tengslum við þróun kóronaveirunnar, COVID-19.

Við tryggjum að farið sé eftir tilmælum um fjöldatakmörkun og 2-metra reglunni. Hádegishlaðborð og Brunch er kominn í tímabundið hlé en við höfum aðlagað hádegi og brunch að breyttum aðstæðum og bjóðum gestum að panta af matseðlum í staðinn. 

Frá og með 1 október 2020 er skylda fyrir bæði starfsmenn okkar og gesti að bera grímur inni á VOX Brasserie. Þetta á við um gesti í morgunverðar- og hádegisverðar/bröns-hlaðborði, en ekki um þá gesti er setjast beint við borð og panta af matseðli. Með þessum hætti erum við að gera okkar ítrasta til að koma í veg fyrir kórónaveirusmit í okkar húsakynnum. Gestum er velkomið að mæta með eigin grímur eða þiggja einnota grímur við komu á veitingastað.

Okkur er mikið í mun að gera sem flestum kleift að njóta áfram okkar frábæru veitinga í eins öruggu umhverfi og gerlegt er miðað við aðstæður.
Bjóðum við alla gesti, fyrir utan veiruna sjálfa, hjartanlega velkomna.

 

Við erum stolt af því að viðhalda háum stöðlum um hreinlæti. Til að bregðast við kóronaveirunni höfum við gripið til viðbótarráðstafana sem hafa verið þróaðar í samráði við Landlæknisembættið og alþjóðleg heilbrigðisyfirvöld (þar á meðal WHO og CDC).

Hvað erum við að gera:

  • Starfsmenn eru vel upplýstir um stöðu mála og breytingar á fyrirkomulagi er varða hreinlæti.
  • Við höfum aukið tíðni þrifa í almenningsrýmum með sótthreinsiefnum. Þar með talið móttöku, lyftum, hurðarhúnum, almenningssalernum o.fl.
  • Við munum halda áfram að aðlaga matar-og drykkjarþjónustu í samræmi við gildandi ráðleggingar um matvælaöryggi.
  • Við höfum bætt við stöðvum með handspritti og pössum að pláss á milli borða sé miðað við útgefnar leiðbeiningar af sóttvarnarlækni.

Það sem við hvetjum gesti til að gera:

  • Þvo hendur oft og nota pappírsþurrkur.
  • Forðast að snerta augu, nef og munn.
  • Forðast að vera nálægt veiku fólki.
  • Vera heima ef þú ert veik/ur.
  • Hósta eða hnerra í krepptan olnboga eða pappír og henda svo pappírnum strax.
  • Heilsa frekar með brosi en handabandi eða faðmlagi.

VOX Brasserie er opið alla daga vikunnar og tekur vel á móti öllum gestum sem endranær.