Fara í efni

JÓLABOÐ Í VOX HOME

 

Home er glæsilegur salur þar sem áhersla er lögð á heimilislegt og notalegt umhverfi.
Um er að ræða 3 stofur frá 12 manna upp í 22 manna.

Hægt er að taka staka stofu eða allar, og er hægt að opna á milli þeirra að hluta.
Maturinn er borinn fram á þann hátt að allt er bakkað upp á föt sem komið er fyrir á miðju borðinu og skammta gestir sér síðan sjálfir.

Fyrst eru bornir fram blandaðir klassískir forréttir. Þegar gestir hafa lokið við þá, er hreinsað frá og komið inn með aðalréttina.
Heitir og kaldir réttir – og eins og áður er haldið í hefðirnar og unnið með vinsæla jólarétti.
Eftirréttir eru að lokum bornir fram ásamt kaffi, og er það val gesta hvort þeir neyta þeirra frammi í setustofunni eða í sinni einkastofu

Verð á mann er 18.900 krónur

Innifalið í verði er: Ofangreindur kvöldverður, öll almenn þjónusta og salarleiga.
Lágmarksfjöldi er 12 manns – hámarksfjöldi er 50 manns.

Nánarri upplýsingar og bókanir: meetings@icehotels.is

 

 

Matseðill

Forréttir:

Súrdeigsbrauð og þeytt smjör

Blinis með reyktum laxi og eggjahræru og blinis með gröfnum lax og dilli

Skelfisksalat með mangó og eldpipar

Hreindýra-pâté með sultuðum berjum

Grafnar gæsabringur á jólasalati með sultuðum rauðlauk

Tvíreykt hangikjöt með rauðrófum og gráðaosti

Aðalréttir:

Borið fram kalt:

Hamborgarhryggur með ananas- og ferskjusalsa

Ofnbökuð kalkúnabringa með sætum kartöflum, bökuðum eplum og trönuberja-gremolata

Eplasalat og heimalagað rauðkál

Borið fram heitt:

Grísapurusteik að dönskum hætti

Dádýrahryggvöðvi með smjörsteiktum sveppum

Portvínssoðsósa, sykurgljáðar kartöflur og ofnbakað rótargrænmeti

Eftirréttir:

Risalamande með kirsuberjum

Sérrítriffli