JÓLABOÐ Í VOX HOME
Home er glæsilegur salur þar sem áhersla er lögð á heimilislegt og notalegt umhverfi. Hægt er að taka staka stofu eða allar, og er hægt að opna á milli þeirra að hluta. Fyrst eru bornir fram blandaðir klassískir forréttir. Þegar gestir hafa lokið við þá, er hreinsað frá og komið inn með aðalréttina. Verð á mann er 18.900 krónur Innifalið í verði er: Ofangreindur kvöldverður, öll almenn þjónusta og salarleiga. Nánarri upplýsingar og bókanir: meetings@icehotels.is |
|
|
Matseðill
Forréttir:
Súrdeigsbrauð og þeytt smjör
Blinis með reyktum laxi og eggjahræru og blinis með gröfnum lax og dilli
Skelfisksalat með mangó og eldpipar
Hreindýra-pâté með sultuðum berjum
Grafnar gæsabringur á jólasalati með sultuðum rauðlauk
Tvíreykt hangikjöt með rauðrófum og gráðaosti
Aðalréttir:
Borið fram kalt:
Hamborgarhryggur með ananas- og ferskjusalsa
Ofnbökuð kalkúnabringa með sætum kartöflum, bökuðum eplum og trönuberja-gremolata
Eplasalat og heimalagað rauðkál
Borið fram heitt:
Grísapurusteik að dönskum hætti
Dádýrahryggvöðvi með smjörsteiktum sveppum
Portvínssoðsósa, sykurgljáðar kartöflur og ofnbakað rótargrænmeti
Eftirréttir:
Risalamande með kirsuberjum
Sérrítriffli