Fara í efni

Jólahlaðborð Hilton og VOX í veislusal

 

Hilton Reykjavík Nordica býður gestum sínum í einstaka upplifun. Viðburðurinn samanstendur af ævintýralegri umgjörð; sannkölluðu jólalandi þar sem gestir njóta þess besta sem matreiðslumeistarar VOX hafa upp á bjóða. Við bjóðum lifandi matarstöðvar þar sem gestir geta notið þess að spjalla við kokkana og fræðast um þá fjölmörgu rétti sem boðið er upp á. Lifandi jólatónlist yfir borðhaldi og í lok kvölds sláum við upp alvöru dansleik með hljómsveitinni Bandmenn. 

Verð: 17.900 kr. á mann.

Athugið að einnig er boðið upp á jólahlaðborð í sér sölum og geta gestir þá farið á dansleik í aðalsalnum að loknu borðhaldi.

Nánari upplýsingar og bókanir: meetings@icehotels.is

JÓLAHLAÐBORÐ Í HÁTÍÐARSAL

F O R R É T T I R

FORRÉTTIR Á BORÐIÐ

Síldarævintýri – karrísíld, rauðrófusíld, lauksíld, kryddsíld og jólasíld
Rúgbrauð, laufabrauð og smjör
Blini með kavíar og sýrðum rjóma
Rauðrófuhúmmus og döðlupestó (V)

FORRÉTTIR
Nýbakað brauð og smjör
VOX-grafinn lax með sinnepssósu
Birkireyktur lax frá Hlíð, Ólafsfirði
Skelfisksalat
Sjávar-terrine
Sushi bar að hætti Hilton (V)

KJÖT

Hreindýra-pâté með sultuðum bláberjum
Grafnar gæsabringur á jólasalati með sultuðum rauðlauk
Tvíreykt hangikjöt með rauðrófum í kryddjurtum
Léttreykt andarbringa og confit-elduð andarlæri með trönuberja-gremolata

A Ð A L R É T T I R

KALDA STÖÐIN

Hamborgarhryggur með ananas- og ferskjusalsa
Ofnbökuð kalkúnabringa með eplum, trönuberjum, selleríi og lauk
Taðreykt hangikjöt af lambalæri með grænum ertum

HEITA STÖÐIN

Lambalæri með blóðbergi og hvítlauk
Dádýrahryggvöðvi með villisveppum og íslenskum kryddjurtum
Dönsk grísapurusteik
Rauðspretta með remúlaði, steiktum lauk og krydduðum agúrkum

MEÐLÆTI

Waldorf-salat (V)
Sætkartöflusalat með hunangsristuðum hnetum (V)
Heimalagað rauðkál með appelsínum og kanil (V)
Ostagljáðar kartöflur með beikoni og steinselju
Sykurbrúnaðar kartöflur (V)
Jafningur og kartöflur
Ofnsteikt grænmeti með kryddjurtum (V)

SÓSUR

Villisveppasósa með gráðaosti
Portvínssoð

VEGAN

blandað laufsalat og vinaigrette
Eplasalat, vegan útgáfa
Heimalagað rauðkál með appelsínum og kanill
sætkartöflusalat með hunangsristuðum hnetum
Hnetusteik á steiktu jólasalati með chimichurri
Blómkáls-panna cotta, villisveppa-ragout, brauðteningar og sveppa-dashi
Salat með lunsibaunum, bökuðum rauðrófum og ristuðum möndlum.

EFTIRRÉTTIR

Bakaður camembert með hunangi og hnetum
risalamande með kirsuberjum
Créme Brúlée
Frönsku súkkulaðikaka
Eplabaka (V)
Hvít súkkulaðimús í súkkulaðiskál
sérrítriffli
Kaka me hindberjamús (V)
Piparkökupinnar
Ísbar með nammi og sósum (V)

Nánari upplýsingar og bókanir: meetings@icehotels.is