Fara í efni

VOX Lounge

VOX Lounge er stórglæsilegt rými sem staðsett er á jarðhæð hótelsins. VOX Lounge nýtist hótelgestum sem viðbót við setustofu og alrými auk þess sem rýmið er kjörið fyrir minni viðburði og fundi þrátt fyrir að ekki sé um hefðbundinn fundarsal að ræða.

Á sama tíma er VOX Lounge ákveðin framlenging á VOX bar og fléttast að auki við forrýmið á jarðhæðinni sem gjarnan er nýtt fyrir stærri ráðstefnur og fundi.  Á VOX Lounge er hljóðkerfi, tjald og skjávarpi og hentar rýmið því einkar vel til hvers kyns mannfagnaða.

  • Árshátíðir
  • Fermingar
  • Brúðkaup
  • Kokteilboð