Jólahlaðborð Hilton og VOX í veislusal
Hilton Reykjavík Nordica býður gestum sínum í einstaka upplifun. Viðburðurinn samanstendur af ævintýralegri umgjörð; sannkölluðu jólalandi þar sem gestir njóta þess besta sem matreiðslumeistarar VOX hafa upp á bjóða. Við bjóðum lifandi matarstöðvar þar sem gestir geta notið þess að spjalla við kokkana og fræðast um þá fjölmörgu rétti sem boðið er upp á. Lifandi jólatónlist yfir borðhaldi og í lok kvölds sláum við upp alvöru dansleik með hljómsveitinni Bandmenn.
Öll föstudags og laugardagskvöld frá 14. nóvember - 13. desember.
Verð: 19.900 kr. á mann.
Athugið að einnig er boðið upp á jólahlaðborð í sér sölum og geta gestir þá farið á dansleik í aðalsalnum að loknu borðhaldi.
Nánari upplýsingar og bókanir: meetings@icehotels.is
Upplýsingar um hlaðborðið verða birtar þegar nær dregur