Jólin á VOX
Verið velkomin á VOX Brasserie á aðventunni. Hvort sem tilefnið er huggulegur brunch með fjölskyldunni, hátíðleg skemmtun með vinnufélögunum eða ljúft jólahádegisdeit þá hentar VOX við öll tilefni, stór eða smá.
Jólahlaðborð Vox | Jólahádegi | Jólabröns
Jólahlaðborð á VOX
Við kynnum til leiks Jólahlaðborð á VOX Brasserie sem verður í boði fimmtudaga til laugardaga frá 14. nóvember til og með 21. desember.
Verð:
Fullorðnir: 17.900,-
5-11 ára: 11.900,-
Börn 4 ára og yngri gjaldfrjálst með fullorðnum
Hægt er að bóka borð hjá okkur 18.00, 18:30, 20.15 & 20.30
Jólabröns
Jólabröns á Hilton hefur heldur betur fest sig í sessi sem hluti af undirbúningi jólanna hjá fjölmörgum, jafnt fjölskyldum, fyrirtækjum sem vinahópum. Jólabröns hefst 15. nóvember og er í boði allar helgar og á rauðum dögum til 1. janúar 2026.
Verð:
Fullorðnir 8.500,-
Börn 5 ára til og með 11 ára 6.000,-
Börn 4 ára og yngri gjaldfrjálst með fullorðnum
Við mælum með að bóka jólabrönsinn í tíma því oft komast færri að en vilja.
Hægt er að bóka borð hjá okkur 11:30, 12:00, 13:30 & 14:00
Hádegis jólahlaðborð
Frá 17. nóvember setjum við hið sívinsæla hádegisverðarhlaðborð VOX í jólabúning og kjörið að bóka hópinn þinn í notalega upphitun fyrir jólahátíðina. Hádegis jólahlaðborðið er í boði alla virka daga til 31. desember.
Verð:
Fullorðnir 7.500,-
Börn 5 ára til og með 11 ára 5.000,-
Börn 4 ára og yngri gjaldfrjálst með fullorðnum
Hægt er að bóka borð hjá okkur 11:30, 12:00, 13:30 & 14:00
Fjölbreyttar jólastundir á VOX
Viltu halda jólaboð, hafa jólalegan fund, ertu í partýstuði eða ertu að leita að gæðastund?
Þú færð nánari upplýsingar í síma 444-5050 eða með tölvupósti á netfangið á vox@vox.is