Fara í efni

Hermann Þór, matreiðslumaður á Hilton sigurvegari í Eftirréttur ársins 2013

Hermann Þór Marinósson, matreiðslumaður á Hilton
Hermann Þór Marinósson, matreiðslumaður á Hilton
Hermann Þór Marinósson, matreiðslumaður á Hilton bar sigur úr býtum í keppninni Eftirréttur ársins 2013. Þema keppninnar í ár var "Pure Intensity"

Hermann Þór Marinósson, matreiðslumaður á Hilton bar sigur úr býtum í keppninni Eftirréttur ársins 2013.  Þema keppninnar í ár var "Pure Intensity"og var hún styrkt af súkkulaðiframleiðandanum Cacao Barry. Sigurvegarinn hlaut að verðlaunum námskeið hjá Chocolate Academy Cacao Barry. Heildverslunin Garri hefur haft veg og vanda að keppninni undanfarin ár. 

Í öðru sæti var Garðar Kári Garðarsson matreiðslumaður á Fiskfélaginu og í þriðja sæti var Vigdís My Diem Vo bakaranemi á Sandholti.

Dómarar voru þau Fannar Vernharðsson sigurvegarinn frá síðasta ári og meðdómarar þau Hrefna Sætran og Vigdís Ylfa Hreinsdóttir.

Sjá meira um keppnina á vefsíðu Veitingageirans