VOX Home

VOX Home á Hilton

VOX Home er nýtt og spennandi viđburđarrými á jarđhćđ Hilton Reykjavík Nordica sem nýta má fyrir hvers kyns veislur, viđburđi og fundi.
Svćđiđ samanstendur af ţremur borđstofum sem henta vel fyrir einkasamkvćmi eđa minni hópa auk ţess sem hćgt er ađ opna á milli og nýta allt rýmiđ fyrir viđburđi sem telja allt ađ 300 gesti.  Hćgt er ađ leigja stakar stofur eđa allt VOX Home í heild sinni og um leiđ hćgt ađ para mat og vín viđ tilefniđ og skapa ţannig einstaka upplifun fyrir veislugesti hvert sem tilefniđ er.

Heimilislegt og glćsilegt

Hönnun VOX Home er einstaklega hlýleg og heimilisleg međ ljósum viđarklćđningum, veggfóđri, áberandi ljósakrónum og fallegum skrautmunum sem grípa augađ. Hluti af hönnuninni skilar sér svo í matreiđsluna sjálfa ţar sem veitingar eru međal annars bornar fram á glćsilegu mávastelli, postulíni sem á sér sannarlega langa sögu. Óhćtt er ađ fullyrđa ađ gestir upplifi skemmtilega en um leiđ heimilislega stemningu en umhverfiđ minnir eilítiđ á ríkmannlegar stofur fyrri tíma. Fundir verđa afslappađir í ţessu fallega umhverfi og gestum líđur eins og ţeir séu staddir á vistlegu glćsisetri utan skarkala borgarinnar. 

Einstök upplifun
Á VOX Home er lögđ áhersla á ađ skapa nýja upplifun í mat og drykk hvort sem tilefniđ er hefđbundinn fundur eđa hátíđarkvöldverđur. Ţannig mun veitingaframbođ og ţjónusta verđa frábrugđin ţví sem nú ţegar er bođiđ upp á innan veggja hótelsins. VOX Home er kjörinn vettvangur fyrir starfsmannahópa sem vilja gera sér glađan dag, vinahópa og saumaklúbba enda má međ sanni segja ađ hćgt sé ađ bjóđa upp á ţéttskipađa dagsferđ á Hilton međ ţví ađ blanda saman fjölbreyttri og spennandi ţjónustu sem í bođi er innan veggja hótelsins.

Skemmtileg námskeiđ og karókí yfir kvöldmatnum

Gestum VOX Home mun standa til bođa ađ velja sér bragđgóđa afţreyingu af svokölluđum „Edutainment“ seđli ţar sem fagfólk Hilton hótelsins býđur upp á skemmtileg námskeiđ sem flétta saman fróđleik, fyrsta flokks veitingar og skemmtun. Um áramótin verđur byrjađ ađ bjóđa upp á konfektnámskeiđ og kokteilanámskeiđ ţar sem gestir fá međal annars ađ spreyta sig í ađ hrćra og hrista kokteila bakviđ barinn og búa til heimagert konfekt. Námskeiđum verđur skipt út reglulega og alltaf eitthvađ spennandi í bođi – eins og karókí. Já, karókí er aftur ađ verđa heitasta heitt og fátt skemmtilegra og heimilislegra en ađ njóta skemmtilegrar kvöldstundar og syngja í karókí yfir kvöldmatnum. Karókíiđ er alltaf í bođi og stórir skjáir og frábćrt hljóđkerfi sjá um ađ gera kvöldiđ ógleymanlegt. 

VOX home
VOX home
VOX home
VOX home
VOX home
VOX home
VOX home
VOX home
VOX home
VOX home
VOX home
VOX home
VOX home
VOX home

VOX Brasserie & bar

  • Suđurlandsbraut 2, 108 Reykjavík
  • Sími 444 5050
  • vox(hjá)icehotels.is
  • Privacy Policy