Fara í efni

Fermingarveislur

Fermingarveisla á Hilton Reykjavík Nordica                    

Fermingarveislur í glæsilegu umhverfi
Í gegnum árin hefur Hilton Reykjavík Nordica verið einn vinsælasti staðurinn fyrir veislur á höfuðborgarsvæðinu. Við bjóðum upp á glæsilegt umhverfi, notalega sali og einstaklega persónulega þjónustu - allt til þess að gera daginn ógleymanlegan fyrir fermingarbarnið og gestina.

Innifalið í verði fermingarveislu eru salarleiga, öll almenn þjónusta, kaffi, gos, te og vatn fyrir gesti.

Við bjóðum einnig upp á fullkomna tækniþjónustu sem auðveldar skipulag og gerir veisluna enn glæsilegri - hvort sem um er að ræða tónlist, myndvarpa eða ræðuuppsetningu.

Okkar reynslumikla teymi sérsníðir veisluna að þínum óskum og þörfum. Markmið okkar er að gera skipulagið einfalt og daginn hátíðlegan!

Fyrir nánari upplýsingar og bókanir hafið samband á meetings@icehotels.is eða í síma: 444 5253