Fara í efni

Matreiðslunemi VOX í fyrsta sæti á Íslandsmóti

Karl Óskar er lengst til hægri á myndinni
Karl Óskar er lengst til hægri á myndinni
Við á VOX segjum stolt frá því að Karl Óskar Smárason matreiðslunemi á VOX Restaurant sigraði á Íslandsmóti iðn- og verkgreina sem fram fór um sl. helgi.

Íslandsmót iðn- og verkgreina var haldið í Kórnum í Kópavogi dagana 6. – 8. mars sl. Keppnin var sú stærsta hefur verið haldin til þessa en keppt var í samtals 24 greinum, þar á meðal í matreiðslu, framreiðslu, bakaraiðn, kjötskurði og blöndun kaffidrykkja.

Nemar Hótelklassans hjá Icelandair Hotels stóðu sig frábærlega og erum við sérlega stolt af árangri matreiðslu og framreiðslunemanna sem fengu verðlaun fyrir árangur sinn. Til úrslita kepptu 10 nemar í matreiðslu. Í fyrsta sæti var Karl Óskar Smárason nemi á VOX Restaurant á Hilton Reykjavík Nordica, í öðru sæti var Arnar Ingi Gunnarsson nemi á Slippbarnum á Reykjavík Marina og í þriðja sæti var Fjóla Þórisdóttir nemi á Fiskfélaginu. Í framreiðslu kepptu 9 nemar. Í fyrst sæti var Jón Bjarni Óskarsson nemi á Satt Restaurant á Reykjavík Natura, í öðru sæti var Alfreð Ingvar Gústavsson nemi á Fellini og í þriðja sæti var Sunnefa Hildur Aðalsteinsdóttir nemi á Satt Restaurant á Reykjavík Natura.

Íslandsmótinu er fyrst og fremst ætlað að kynna iðn- og verkgreinar fyrir ungu fólki til að vekja athygli á iðn- og verkgreinum og þeim tækifærum sem felast í námi og störfum í iðngreinum.  Mikill áhugi var á meðal nemenda og samtals sóttu um 60 nemendur  eftir því að fá að taka þátt í keppnunum á Íslandsmótinu. Forkeppni þurfti að halda í matreiðslu og í bakstri til þess að fækka í hópnum.  

Á myndinni frá vinstri til hægri má sjá sigurvegara framreiðslunema Jón Bjarna Óskarsson frá Satt Restaurant, Sunnefu Hildi Aðalsteinsdóttur framreiðslunema á Satt Restaurant sem varð í þriðja sæti, Arnar Inga Gunnarsson frá Slippbarnum og sigurvegara matreiðslunema Karl Óskar Smárason frá VOX Restaurant.