Fara í efni

VOX Club

VOX Club er fjölnota viðburðarými. Hugmyndin að baki VOX Club er að þar sé boðið upp á hrárri umgjörð en hefur þekkst á VOX og Hilton Reykjavík Nordica. VOX Club er skemmtilegt fundarherbergi fyrir þá sem vilja hugsa aðeins út fyrir kassann eða skapa sinn eigin ævintýraheim. Í þessu rými eru innréttingar og húsgögn færanleg og áhersla lögð á að búa til nýja upplifun fyrir gesti.

VOX Club er beintengt VOX Restaurant sem getur þjónustað allt að 350 manns í sitjandi borðhaldi á VOX Restaurant og VOX Club. Enn fremur er hægt að opna inn í ráðstefnu- og veislusali á jarðhæð sem aftur eykur möguleika á nýtingu.

Með VOX Club opnast skemmtilegur möguleiki fyrir stórviðburði: Sýningar, árshátíðir og fleira. Við getum nú tekið á móti allt að 2000 manna viðburðum þar sem hægt er að setja upp mismunandi þemu á hverju svæði sem aftur eykur líkurnar á því að gestir geti notið fjölbreyttra veitinga og upplifað húsið hver á sinn hátt.